Hollvinafélag um fjöruna á Suðurtanga

Suðurtangi, fjaran.

Hollvinafélag um fjöruna á Suðurtanga hefur gert samning við Ísafjarðarbæ um fjöruna með það að markmiði að fegra og snyrta svæðið.

Í afnotasamningnum segir að Hollvinafélagið hafi afnot af svæðinu sem er 3.673 fermetrar að stærð og að svæðið sé eina náttúrulega fjaran á Eyrinni og sé á hverfisverndarsvæði og skuli varðveitt.

Afnot feli í sér afnot til uppgræðslu og /eða snyrtingar og fegrunar svæðisins. Samningurinn er til fimm ára og framlengist um fimm á í senn verði honum ekki sagt upp.

Undirritun samningsins fór fram 2. desember 2023 og er Sigurður Ólafsson forsvarsmaður Hollvinafélagsins.

Í viðauka við afnotasamninginn er vísað til aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 – 2020 en þar er ákvæði um hverfisvernd fjörunnar og að tryggja aðgang almennings að henni. Segir að húsaþyrpingin og fjaran verði vernduð sem heildstæðeining. Það styrki heildarímynd ssafnasvæðisins og geti aukið sýningarmöguleika þess.

Teikning af fjörunni í Suðurtanga.

DEILA