Förgun Orra ÍS: kostnaður varð þrefalt hærri

Orri ÍS í Flateyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna hefur lagt fram minnisblað um kostnað við förgun Orra ÍS sem sökk í Flateyrarhöfn í snjóflóðinu árið 2020.

Fenginn var verktaki til þess að ná bátnum upp og farrga honum. Samið var við Keyrt og mokað ehf um verkið fyrir 5 m.kr. með virðisaukaskatti og var þá miðað við 30 tonn af timbri og 5 tonn af járni. Greiða skyldi 40 kr. fyrir hvert kg af járni sem væri umfram og 100 kr. fyrir umframkg af timbri blönduðu efni.

Í ljós kom mikið vanmat á þyngd bátsins og samkvæmt minnisblaðinu varð heildarþyngdin um 170 tonn, þar af 128 tonn af tré og grófum úrgangi og 41 tonn af járni og varð heildarkostnaðurinn 16.285.200 kr. eða liðlega þrefalt hærri en upphaflega var gert ráð fyrir.

DEILA