Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 vann silfur í gær á EM í bogfimi

Maria Kozak.

Maria Kozak úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar, búsett í Súgandafirði, vann í gær silfur í liðakeppni í bogfimi á Evrópumeistaramóti U21 innandyra sem haldið var í Varazdin Króatíu. Maria var í síðasta mánuði valin efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar á síðasta ári.

Maria var í liði Íslands í keppni með berboga kvenna U21 sem keppti við lið Bretlands um gullið. Leikar fóru svo að breska liðið vann gullið en íslenska liðið fékk silfurverðlaunin.

Í einstaklingakeppninni komst Maria í átta manna úrslit en beið þar lægri hlut fyrir breskum keppanda.

34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Er þetta stærsti hópur sem Íslendingar hafa sent til keppni á Evrópmeistarmótið.

Maria Kozak vann á síðasta ári m.a. Íslandsmeistaratitil U18 kvenna innandyra og utandyra ásamt því að vinna Norðurlandameistaratitilinn í U18 flokki. Alls vann hún tók 5 Íslandsmeistaratitla, setti tvö Íslandsmet og vann tvenn verðlaun á alþjóðlegum mótum í U18 berboga flokki.

Maria Kozak fyrir miðju við verðlaunafhendinguna á Ísafirði í janúar.

Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA