Bolungavíkurkaupstaður: markmiðið að auka lagareldi á Íslandi

Opnun Drimlu í Bolungarvík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Bolungavíkurkaupstaður segir í umsögn sinni um frumvarpsdrög Matvælaráðherra að heildarlögum um lagareldi að mikilvægt sé að öll umræða og umfjöllun um frumvarpið og greinina almennt endurspegli það markmið að auka lagareldi á Íslandi og gera greinina betur í stakk búna til að styðja við samfélögin þar sem það er stundað.

Lagareldi er notað sem samheiti yfir fiskeldi til lands og sjávar og þörungaeldi en fyrst og fremst er frumvarpið um laxeldi í sjókvíuum.

Telur kaupstaðurinn að vandað sé til vinnu við frumvarpið. Gerðar eru þó nokkrar athugasemdir við frumvarpsdrögin. Í fyrsta lagi séu of víðtækar valdheimildir færðar til ráðherra og honum ætlað að setja leikreglurnar í reglugerð án þess að lagatextinn ákvarði þær.

Í öðru lagi er mótmæltskiptingu tekna af fiskeldisgjaldinu. Ráðherra vill að 30% teknanna renni í samfélagssjóð sem síðan úthluti til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið er stundað. Vill kaupstaðurinn að það verði endurskoðaða og bent á að sveitarfélög á Vestfjörðum séu einhuga um að hlutfallið eigi að vera a.m.k.80%.

Í þriðja lagi sé of langt gengið í því að beita fyrirtækin refsingum og sektum. Mistök eigi sé alltaf stað og ekki sé hægt að banna þau með lögum. Refsingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru að minnka framleiðsluheimildir fyrirtækjanna og það muni bitna helst á samfélögunum þar sem eldið er stundaðí formi færri starfa og minni framleiðslu. Viðurlög þurfi að vera við hæfi.

DEILA