Bolungavíkurhöfn: 985 tonn í janúar

Það var kuldalegt um að litast í Bolungavíkurhöfn fyrir tveimur vikum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 985 tonn af bolfiski að landi í Bolungavíkurhöfn í janúar að frátöldum eldisfiski en tölur fyrir janúar liggja ekki fyrir.

Togarinn Sirrý var aflahæst með 440 tonn í átta veiðiferðum. Dragnótabáturinn Ásdís ÍS var með 36 tonn eftir 5 veiðiferðir.

Fjórir línubátur lönduðu afla í mánuðinum. Heimabátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS fóru báðir 18 róðra og komu með 227 tonn og 223 tonn eða samtals 450 tonn. Gjafar ÍS frá Þingeyri landaði tvsivar samtals rúmum 6 tonnum. Þá fór Indriði Kristins BA frá Tálknafirði þrjá róðra og kom með 52 tonn.

DEILA