Arna Lára: áskorun að standa í framkvæmdum yfir veturinn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarins besta innti Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ eftir svörum við gagnrýni frá formanni meistaraflokksráðs Vestra sem sagði á bb.is í fyrradag að ekki væri hægt að æfa á gervigrasvellinum nýja þar sem völlurinn væri ekki mokaður og saltaður svo og að ekki væri búið að gera völlinn kláran fyrir leik.

„Æfingavöllurinn á Torfnesi er mokaður og það hafa verið stundaðar æfingar þar af miklu kappi, í alls konar veðrum. Það er alveg aðdáðunarvert að fylgjast með æfingum jafnvel í hríðarveðri.Við erum að græja vellina eftir því sem aðstæður leyfa, og það er talsvert mikið háð veðri.

Það er áskorun að standa í svona framkvæmdum yfir vetrartímann en við erum enn bjartsýn að hægt verði að spila leiki strax í vor.“

DEILA