Þungatakmarkanir 10 tonn

Vestfjarðavegur á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur. Mynd: skipulag.is

Frá og með gærdeginum tilkynnti Vegagerðin að viðauki 1 hafi verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum leiðum á Vestfjörðum:

60 Vestfjarðavegur frá Dalsmynni til Ísafjarðar

62 Barðastrandarvegur

63 Bíldudalsvegur

64 Flateyrarvegur

65 Súgandafjarðarvegur

622 Þingeyrarvegur

61 Djúpvegur Frá Súðavík að gatnamótum Vestfjarðavegar

68 Innstrandavegur

643 Strandavegur

645 Drangsnesvegur

7 tonna ásþungi á Dynjandisheiði

Uppfært kl 10:31: Rétt áðan tilkynnti Vegagerðin að frá kl. 12:00 í dag, miðvikudaginn 10. janúar 2024, verður ásþungi á Dynjandisheiði takmarkaður við 7 tonn.

DEILA