Tálknafjörður: 2.607 tonn af bolfiski á síðasta ári

Ta´lknafjarðarhöfn síðastliðið sumar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í síðasta mánuði bárust 192 tonn af afla á land í Tálknafjarðarhöfn. Línubáturinn Indriði Kristins BA var með 154 tonn og Sæli BA , sem einnig var á línuveiðum landaði 37 tonnum. Þriðji báturinn sem landaði í desember var Garri BA sem var á handfærum. Hann landaði 447 kg.

Á árinu 2023 varð heildaraflinn 2.607 tonn sem landað var í Tálknafjarðarhöfn.

Strandveiðiaflinn var um 400 tonn á síðasta sumri, sem gerði Tálknafjörð að 9. hæstu löndunarhöfninni á landinu.

Einn netabátur var á veiðum Birta BA og landaði hann 21 tonni af bolfiski.

Að öðru leyti voru það línubátar sem komu með afla að landi. Það voru Indriði Kristins BA og Sæli BA sem báru uppi línuaflann, sem losaði 2000 tonn.

DEILA