Súðavíkurhlíð verður lokað í kvöld

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt að af öryggisástæðum hafi lögregla og Vegagerð ákveðið að loka veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur kl.23:00 í kvöld. Gert er ráð fyrir því að opnað verði fyrir umferð um veginn snemma í fyrramálið, ef allt fer að óskum. Snjóflóðahætta hefur verið að aukast ofan vegarins.

Nánari upplýsingar um opnun má finna á vefsíðunni umferðin.is eða í upplýsimgasímann 1777.

Verði einhver vegfarandi innlyksa í Súðavík er honum boðið að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í gegnum Neyðarlínuna (112).

DEILA