Sterkar Strandir: 50 m.kr. í styrki

Frá íbúafundi á Hólmavík í sumar.

Byggðaþróunarverkefnið Sterkar Strandir hófst á árinu 2020 og var gert ráð fyrir því að verkefnið stæði yfir til loka árs 2023 þegar Byggðastofnun drægi sig í hlé úr verkefninu.

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskaði eftir framlengingu á verkefninu og samþykkti stjórn Byggðastofnunar á fundi sínum 1. nóvember 2023 að framlengja verkefnið um eitt ár, til loka árs 2024.

Í sumar ákvað Snæfell, dótturfélag Samherja og eigandi rækjuvinnslunnar Hólmadrangs að hætta starfsemi sinni á Hólmavík og misstuum 20 manns vinnu sína.

Á þessum fjórum árum hefur verkefnið veitt 42 m.kr. í styrki til margvíslegra verkefna auk þess sem svonefndur Öndvegissjóður veitti 8,7 m.kr. styrk til verkefnis á Hólmavík. Samtals nema styrkveitingarnar liðlega 50 m.kr.

Hæsta fjárhæðin var fyrsta árið 2020, en þá voru styrkveitingar 13,6 m.kr. auk Öndvegissjóðsins 8,7 m.kr. eða samtals 22 m.kr. Næsta ár voru styrkir aðeins 7,3 m.kr. og tvö síðustu árin 10,9 m.kr. og 10,5 m.kr.

Hæstu styrkir síðasta árs voru til nýrrar framleiðslínu Galdurs Brugghús ehf 2,3 m.kr. og til Skíðafélags Strandamanna 1,5 m.kr. til útivistarparadísar á Ströndum.

DEILA