Shiran til Háafells

Shiran Þórisson fjármálastjóri Háafells.

Shiran Þórisson hefur hafið störf sem fjármálastjóri hjá Háafelli, en hann var áður fjármálastjóri Arctic Fish.

Shiran sagði í samtali við Bæjarins besta að Háafell væri fiskeldisfyrirtæki í örri uppbyggingu og svipaði að mörgu leyti til Arctic Fish þegar hann réðist þangað. Það væri spennandi verkefni og hann hlakkaði til þess að taka þátt í uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi.

DEILA