Patreksfjörður. 5.464 tonna afli í fyrra

Smábátar að landa í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Í Patrekshöfn var landað 317 tonnum í desember sl. Togarinn Vestri BA landaði 172 tonnum. Annar afli kom á línu. Núpur BA aflaði 93 tonnum og Sindri BA og Agnar BA voru samtals með 52 tonn.

Alls barst að landi 5.464 tonn af botnfiski á árinu í 1.683 löndunum. Patrekshöfn varð aflahæst á landinu á strandveiðunum í sumar með nærri 1.000 tonn. Um 250 tonn af grásleppu komu á land í Patrekshöfn.

Í yfirliti Patrekshafnar kemur fram að Núpur BA hafi verið aflahæstur með 1.977 tonn á árinu, Patrekur BA sem var á dragnót var með 925 tonn og togarinn Vestri BA 807 tonn auk 12 tonna af rækju.

DEILA