Kirkjubólshlíð: stór björg féllu á veginn

Stór björg féllu í fyrrinótt úr Kirkjubólshlíð við Bása á þjóðveginn og öllu skemmdum á vegriði. Kalla þurfti út gröfu til að ryðja veginn. Haukur Árni Hermannsson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við Bæjarins besta að farið yrði strax í það að gera við vegriðið og vonaðist hann til þess að viðgerð yrði lokið innan fárra daga.

Jónas Ólafur Skúlason, sveitarstjórnarmaður í Súðavík sagðist vera ósáttur við að Vegagerðin hefði ekkert greint frá þessu atviki. Þarna féllu stór björg á veginn og af þeim skapaðist mikil hætta. Bæði Kirkjubólshliðin og Súðavíkurhlíðin væru varasamar og það væri full ástæða til þess að láta vegfarendur vita af atburðum sem þessum.

Grafan búin að ryðja bjarginu af veginum. Myndir: Jónas Ólafur Skúlason.

DEILA