Jörð brennur í Grindavík

Eldgos hófst í gær morgun skammt norður af Grindavík og um hádegisbilið opnaðist sprunga við byggðina og hraunstraumur hefur runnið að efstu götu og a.m.k. þrjú hús brunnið.

Byggðin var rýmt í tæka tíð áður eldgosið hófst en ljóst er að ástandið er mjög alvarlegt. Hraun hefur runnið yfir Grindavikurveg og lokað honum og jafnframt tekið í sundur heitavatnslögnina frá Svartsengi. Bærin er auk þess kaldavatnslaus og rafmagnslaus. Sprungur hafa gliðnað og nýjar opnast.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands flutti ávarp í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi og lagði áherslu á samstöðu þjóðarinnar og vonina. Vitnaði hann til Heimeyjargossins fyrir liðlega hálfri öld, þar sem útliti’ var vissulega svart en fór þó vel að lokum.

Ávarpinu lauk hann með þessum orðum:

„Kæru landsmenn. Síðan höfum við þolað ýmsar þrautir hér, kynslóð af kynslóð, en um leið notið gæða landsins, þessa ægifagra lands. Nú bíðum við og vonum og tökum því sem að höndum ber. Nú þurfa öll okkar framtíðaráform að taka mið af því að öflugt umbrotaskeið virðist hafið á Reykjanesskaga. En við
munum ekki gefast upp. Grindvíkingar hafa reynst æðrulausir og þrautseigir: það er skylda okkar allra að tryggja að þeir geti áfram sýnt sjálfum sér og öðrum hvað í þeim býr, að þeir geti áfram átt heimili, notið öryggis og leyft sér að horfa björtum augum fram á veg. Þetta gerum við saman, við Íslendingar. Já, við gefumst ekki upp.“

Sjámynd af RUV af eldunum.

Hraunstraumurinn hefur þarna náð efstu húsunum.

DEILA