Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar: 4 umsóknir

Starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ísafjarðarbæjar var auglýst í lok desember og var umsóknarfrestur til og með 4. janúar 2024. 

Umsækjendur um starfið voru fjórir, en þeir eru eftirfarandi:

Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir – Fyrrum deildarstjóri í félagsþjónustu

Atli Freyr Rúnarsson – Umsjónar- og íþróttakennari

Dagný Finnbjörnsdóttir – Framkvæmdastjóri HSV

Páll Janus Þórðarson – Lögregluvarðstjóri

Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri segir að fyrirhugað sé að ljúka fyrstu viðtölum við umsækjendur fyrir lok þessarar viku.

DEILA