Ísafjörður:Fullt út úr dyrum hjá pólska félaginu í gær

Pólska félagið á Vestfjörðum stóð fyrir viðburði í Guðmundarbúð á Ísafirði í gær. Þrettán pólskar konur elduðu þar pólskan mat og seldu þeim sem vildu. Pólska samfélagið á Vestfjörðum er mjög fjölmennt og skiptir hundruðum.

Að sögn Vals Andersen á Ísafirði var fullt út úr dyrum, líklega á annað hundrað manns og seldist maturinn upp. Ekki aðeins voru Pólverjar fjölmennir heldur komu margir Íslendingar einnig.

Með þessu er verið að efla samkennd Pólverja og styrkja menningu þeirra í öðru landi.

Fyrir skömmu var haldið diskótek á Ísafirði fyrir unga fólkið sem tókst afar vel.

Veglegt matarborð og fjölbreyttir réttir.

Fjölmargir lögðu leið sína í Guðmundarbúð.

Myndir: Valur Andersen.

DEILA