Ísafjörður: skrifstofur slökkviliðsins fluttar í dag

Slökkvistöð Ísafjarðar.

Sigurður A. Jónsson,slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar segir að skrifstofur slökkviliðsins verði fluttar úr húsnæðinu í slökkvistöðinni yfir í húsnæði Regus við Hafnarstræti, gamla Landsbankahúsið.

Flutningar hefjist strax í dag og er áætlaða að þeir taki nokkra daga. Fjórir starfsmenn starfa á skrifstofunum.

Að sögn Sigurðar er mygla á víð og dreif í slökkvistöðinni og þarf að fara í viðgerðir á því. Hins vegar er byggng nýrrar slökkvistöðvar á 10 ára framkvæmdaáætlun og líklega þarf að flýta því og umfang viðgerða nú mun þá ráðast af því hvenær ný stöð verður komin í gagnið.

Bæjarráðið er með málið til skoðunar þessa dagana.

DEILA