Ísafjörður: mygla í slökkvistöðinni

Slökkvistöð Ísafjarðar. Mynd: Ísafjarðarbær.

Við úttekt Eflu verkfræðistofu á stöðinni á Ísafirði, sem fram fór á sumarmánuðum kom í ljós mygla á nokkrum stöðum í húsnæðinu. Margra ára leki og raki er að skila sér í myglu í veggjum og þaki og er víða um stöðina.

Þetta kemur fram í ársskýrslu slökkviliðsins fyrir 2023 sem lögð var fyrir bæjarráð í gær.

Ekkert er minnst á mygluna í afgreiðslu bæjarráðs en þar segir að árskýrslunni sé vísað til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Þegar mygla kom upp í Grunnskóla Ísafjarðar nýlega var brugðist skjótt við, sýktu svæðin voru lokuð og hafist handa við viðgerðir.

DEILA