Ísafjarðarhöfn: 10.357 tonn af botnfiski landað á síðasta ári

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í desember var landað 667 tonnum af botnfiski í Ísafjarðarhöfn. Togarinn Páll Pálsson ÍS fór sjö veiðiferðir og aflaði samtals 444 tonnum. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni 223 tonnum af afurðum.

Samkvæmt tölum frá Fiskistofu bárust 10.357 tonn af botnfiski á land í Ísafjarðarhöfn á síðasta ári. Auk þess var landað 3.503 tonnum af innfluttri rækju eða samtals 13.861 tonn.

DEILA