Ísafjarðarbær valinn í verkefni um úrgangsstjórnun

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir kostnaðarmatsverkefni vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er að ná betri yfirsýn yfir kostnað og tekjur sveitarfélaga í málaflokknum og hvernig þróun útgjalda og tekna hefur verið síðastliðin ár.

Tveir ráðgjafar ,annars vegar Pure North og hins vegar HLH ráðgjöf, munu vinna greiningarvinnuna og setja fram niðurstöður verkefnisins. Verkefnið er í tveimur áföngum og ráðgert er að hefja verkefnið í desember 2023. Niðurstöður úr fyrri hluta verkefnisins munu liggja fyrir í febrúar/mars 2024 og niðurstöður seinni hluta í júní 2024.

Undir lok nóvember auglýsti sambandið eftir áhugasömum sveitarfélögum til að taka þátt í verkefninu og bárust 22 umsóknir. Aðeins 5 sveitarfélögum er boðin þátttaka. Ísafjarðarbær er eitt þeirra. Hin sveitarfélögin 4 sem voru valin eru Garðabær, Rangárþing eystra, Skagafjörður og Suðurnesjabær.

DEILA