Hólmavík: sundlaugin lokuð

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sundlaugin á Hólmavík er lokuð og verður það a næstunni. Ástæðan er skerðing á sölu raforku frá Landsvirkjun sem veldur því að ekki er lengur í boði að kynda laugina með orku á lægra verði.

Eins verður notkun á pottum takmörkuð, en þó ávallt einn pottur opinn. Og gufubaðið verður opið.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri segir að verið sé að kynda sundlaugina með olíu núna, sem sé einfaldlega allt of dýrt.  „Hitinn var því keyrður niður og ekkert annað að gera en að loka.  Þetta er þjónustuskerðing sem er í raun algerlega óásættanleg á Íslandi árið 2024, þegar virkjanakostir eru í augsýn víða.“

DEILA