Fiskbúð Sjávarfangs: með þorramat í fyrsta sinn

Glæsilegt hlaðborð í fiskbúð Sjávarfangs.
Glæsilegt hlaðborð í fiskbúð Sjávarfangs.

Fiskbúð Sjávarfangs býður í fyrsta sinn viðskiptavinum upp á þorramat og er mikið úrval.

Kári Þór Jóhannsson sagði í samtali við Bæjarins besta að mikið hefði verið óskað eftir því í fyrra að boðið yrði upp á þorramat þar sem viðskiptavinurinn gæti valið sjálfur en þá hefði ekki verið hægt að fá þorramatinn hjá framleiðendum.

Núna er hins vegar allt til reiðu og kjötborðið tilbúið hjá Sjávarfangi og segir Kári að það verði út þorrann eða meðan birgðir endast.

DEILA