Bolungavík: 300 m.kr. lántaka

Vatnsveitan í Bolungavík verður í Hlíðardal. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Bolungavíkur samþykkti í fyrradag að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 300.000.000 með lokagjalddaga þann 23. mars 2040.

Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins og Bolungavíkurhafnar ásamt fjárfestingum á árinu 2024.

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2024 verður framkvæmt fyrir nærri 400 m.kr. þar af eru 300 m.kr. fjármagnaðar úr bæjarsjóði.

Stærsta framkvæmdi er við nýja vatnsveitu og eru settar 146 m.kr. í það verkefni. Miklar framkvæmdir verða við götur og gangstéttir á árinu. Í Lundahverfi verður framkvæmt við götur og lagnir fyrir 100 m.kr., byrjað verður á miklu viðhaldi á Völusteinsstræti og settar eru 40 m.kr. í það , 50 m.kr. eru áætlaðar í annað malbik og 9 m.kr. í gangstéttir.

DEILA