Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2023

Í Strandabyggð, Bolungarvík og Ísafjarðarbæ er nú leitað eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2023.

Í Ísafjarðarbæ eru tilnefnd í kjörinu um íþróttamanns ársins 2023 þau:

Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefndur af Golfklúbbi Ísafjarðar
Elmar Atli Garðarsson, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af bæjarbúa
Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, tilnefndur af Skíðafélagi Ísfirðinga
Gustav Kjeldsen, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af knattspyrnudeild Vestra
Leifur Bremnes, Skotís, tilnefndur af Skotís
Sigrún Betanía Kristjánsdóttir, knattspyrnudeild Vestra, tilnefnd af knattspyrnudeild Vestra
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuknattleiksdeild Vestra, tilnefndur af körfuknattleiksdeild Vestra
Sólveig Pálsdóttir, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefnd af Golfklúbbi Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, blakdeild Vestra, tilnefnd af blakdeild Vestra

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 verður útnefndur á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 kl. 14:00. Viðburðurinn er öllum opinn.

Fræðslumála- og æskulýðsráð Bolungarvíkuróskar eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2023 í Bolungarvík. Tilnefningum skal skila inn á bæjarskrifstofu fyrir kl. 15:00 föstudaginn 29. desember 2023.

Hóf til heiðurs íþróttafólki og útnefning íþróttamanns ársins verður haldið í janúar 2024 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Dagsetning auglýst nánar síðar.

Tómstunda-, íþrótta- og menninganefnd óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns Strandabyggðar 2023.

Útnefningunni er ætlað að vera viðurkenning fyrir unnin íþróttaafrek eða annað framlag til íþróttastarfs á liðnu ári og hvatning til enn frekari afreka í framtíðinni.

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð þarf að hafa náð 16 ára aldri og vera búsettur með lögheimili í Strandabyggð á árinu.

Á sama hátt og Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd útnefnir íþróttamann ársins í Strandabyggð skal velja einn einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur svokölluð Hvatningarverðlaun Strandabyggðar.

DEILA