Meistaraflokkur karla í körfuknattleik – enn ósigraðir

Leikur KKD Vestra og KFG í Garðabænum var nokkuð líflegur. Eitthvað var um meiðsli hjá liðinu og voru Birgir Örn, Magnús og Jón Gunnar ekki með í leiknum vegna meiðsla. Mikilvægt fyrir aðra leikmenn að stíga upp. En eins og Pétur hefur spilað með mannskapinn þá hafa allir liðsmenn fengið tækifæri í öllum leikjum og það er mikilvægt þegar svona aðstæður koma upp. Leikurinn var heilt yfir nokkuð jafn, en Vestri var þó alltaf með nokkurra stiga forskot sem þeir gáfu í raun aldrei eftir. Í liði KFG eru m.a. ungir og sprækir liðsmenn Stjörnunnar sem eru á venslasamningi við KFG. Undir lok leiksins þá voru það Vestra strákarnir sem voru sterkari og leikurinn endaði 85-70 fyrir Vestra.

Sem fyrr eru það lykilleikmenn liðsins Jonathan Braeger og Sigurður Þorsteinsson sem mynda hryggjarstykkið í liðinu. Þá hefur Elmar Baldursson líka vaxið sem leikmaður og er hann nú kominn í æfingahóp U20, sem er góður árangur fyrir kappann og Vestra. Þá eru einnig í meistaraflokkshópnum strákar sem hafa verið tekið þátt í yngri landsliðsæfingum en Haukur Fjölnisson er í æfingahóp U16 drengja.

Stigaskor liðsins dreifðist með eftirfarandi hætti: Jonathan 37, Sigurður Þ 19, Elmar 1, James 9, Haukur 3, Hjálmar 3, Frosti 3.

8. flokkur stúlkna lagði land undir fót og spiluðu 4 leiki í Fjölnishöllin, þar töpuðust allir leikirnir, en stelpurnar lögðu sig allar fram og baráttan til fyrirmyndar.

Þá var 8. flokkur drengja Vestra að keppa á Ísafirði um helgina hér á Ísafirði í fjölliðamóti, 4 leikir spilaðir bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Auk þess voru lið Hamars, Þórs Akureyri, Tindastóls og Vals að keppa í fjölliðamótinu sem tókst vel. 8. Flokkurinn spilaði vel, tapaði 2 leikjum en vann 2 leiki. Sigurleikirnir voru naglíbítar sem unnust á síðustu sekúndum leiksins.

12 flokkur drengja, héldu áfram á sigurbraut og sigruðu leik sinn við ÍR B.

Þá er afar ánægjulegt að geta sagt frá því að 10 leikmenn yngri flokka Vestra eru í æfingahópum yngri landsliða í körfuknattleik.

DEILA