Kranar á Egilsstöðum með lægsta tilboð í stálþil við Langeyri 

Kranar á Egilsstöðum áttu lægsta tilboð í stálþil á Langeyrar við Súðavík í Álftafirði.

Tilboð voru opnuð í gær. Verkið felst í því m.a. að steypa 23 akkerissteina., reka niður 85 tvöfaldar stálþilsplötur og að steypa 119 metra langan kantbita með pollum, kanttré , stígum og þybbum auk jarðvinnu. Áætlaður kostnaður var um 164 milljónir og verkinu á að vera lokið 1. nóvember á næsta ári.

Niðurstöður úr útboðinu voru þessar:

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik þús.kr.
Borgarverk ehf., Borgarnesi238.808.000145,581.031
HAGTAK HF., Hafnarfirði213.250.000129,955.473
Áætlaður verktakakostnaður164.102.600100,06.326
Kranar ehf., Egilsstöðum157.776.66696,10
DEILA