Kaldrananeshreppur: sameing við Strandabyggð gæti verið neikvæð

Drangsnes. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Í sumar sendi Kaldrananeshreppur álit sitt á stöðu sveitarfélagsins til Innviðaráðuneytisins. Þar kemur fram að þeir kostir um sameiningu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög væru helst sameining við Strandabyggð og Árneshrepp.

Sameining við Strandabyggð hefði áskoranir í för með sér þar sem Kaldrananeshreppur er betur staddur fjárhagslega en Strandabyggð. Vilji hreppurinn fremur nýta þessa fjármuni til þess að byggja upp sveitarfélagið en að greiða niður skuldir nágrannasveitarfélags þar sem gæti haft neikvæð áhrif.

Sameining myndi hafa mikil áhrif á stjórnskipulagið þar sem í Kaldrananeshreppi er óhlutbundin kosning en listakosning í Strandabyggð. Þá væri hætta á að Kaldrananeshreppur lenti í minnihluta í nýrri sveitarstjórn.

Sameiningarkosningar fóru fram í október 2005 um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Strandasýslu. Broddaneshreppur samþykkti sameiningu við Hólmavíkog úr varð Strandabyggð, en Kaldrananeshreppur og Árneshreppur samþykktu ekki.

Innviðaráð

Ráðuneytið segir i umsögn sinni um álit Kaldrananeshrepp að ýmis tækifæri felist í sameiningu sveitarfélaga, m.a. aukinn slagkraftur í veitingu þjónustu. Þá veiti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fjárhagslegan stuðning við undirbúning sameiningar sveitarfélaga.

Þó sé fjárhagur Kaldrananeshrepps á flesta hefðbundna mælikvarða í lagi, rekstrarniðurstaða jákvæð, skuldahlutfall lágt og veltufé frá rekstri viðunandi. En fámennið geri það að verkum að sveitarfélagið er viðkvæmt fyrir áföllum eða skyndilegri aukningu þjónustuþarfar íbúa.

DEILA