Ísafjarðarbær tekur yfir stöðu framkvæmdastjóra HSV

Fyrir liggja drög að nýjum samningi milli Ísafjarðarbæjar og HSV, Héraðssambands Vestfirðinga, en núgildandi samningur rennur út um næstkomandi áramót. Lagðar eru til nokkrar breytingar frá gildandi samningi.

Helstu breytingar á samningnum eru:

  • Staða framkvæmdastjóra HSV mun færast til Ísafjarðarbæjar og rekstrarstyrkur Ísafjarðarbæjar til HSV minnkar sem samsvarar launagreiðslum og rekstri skrifstofu HSV.
    Starfið verður auglýst skv. reglum Ísafjarðarbæjar og mun starfsmaðurinn sinna mörgum verkefnum sem HSV var með áður skv. samningi við Ísafjarðarbæ.
  • Íþróttaskóli HSV færist yfir til Ísafjarðarbæjar ásamt stöðu yfirþjálfara. Nýr starfsmaður á skóla- og tómstundasviði mun hafa umsjón með skólanum ásamt yfirþjálfara.
  • Ísafjarðarbær hefur lagt til íbúðarstyrk í formi afnota af fimm íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Þær eru nú aðeins úthlutaðar til 1. september 2024 þar sem Ísafjarðarbær hyggst selja íbúðirnar. Þetta ákvæði verður endurskoðað ef seinkunn verður á sölu íbúðanna.

Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að stjórn HSV,ásamt formönnum íþróttafélaga séu samþykkir samningsdrögunum.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði samningsdrögunum til bæjarstjórnar til samþykktar.

DEILA