Ísafjarðarbær: 36.200 kr fast árgjald fyrir sorphirðu

Sorpgjald heimils fyrir rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annan fastan kostnað verður frá áramótum 36.200 kr á hvert heimili samkvæmt gjaldskrá sem tekur þá gildi. Fyrir sumarhús og hús með takmarkaðri íveru verður árgjaldið helmingur þess eða 18.100 kr.

Breytilegu gjöldin verða eins og sjá má á gjaldskránni. Aukagjald verður innheimt frá 1. september 2024 ef ílát eru í meira en 10 metra fjarlægð frá hirðubíl.

DEILA