Hvernig má verjast netsvikum.

Lögreglan á Vestfjörðum vekur athygli notenda Internetsins á góðum ráðum til að verjast svikum.

En af og til eru gerðar tilraunir til að svíkja fé eða með öðrum hætti brjóta á notendum.

Veikasti hlekkurinn í vörnum gegn netsvikum erum við sjálf.

Fólk hefur til dæmis smellt á hlekk sem kom í tölvupósti eða SMSi eða var á samfélagsmiðli á borð við Facebook og Instagram og freistast til að skoða spennandi auglýsingu um „fjárfestingartækifæri“.

Í öðrum tilvikum hefur fólk talið sig vera að fjárfesta í bitcoin en slík svik byrja gjarnan á því að þolandinn smellir á hlekk á netinu eða á samfélagsmiðlum. Einnig eru dæmi um að fólk fái símtöl frá svikahröppum þar sem reynt er að gabba það til að fjárfesta eða millifæra.

Besta vörnin gegn netsvikum eru fræðsla og umræða. Því meira sem við tölum um fjársvik á netinu og aðferðirnar sem svikararnir beita, því betur vitum við hvað skal varast.

Ef það er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt ekki satt. Þetta á sérstaklega við um boð um ýmiskonar fjárfestingar.
Notaðu öruggar greiðslusíður þegar þú verslar á netinu eða ert að greiða fyrir þjónustu.
Farðu mjög varlega þegar þú færð tölvupóst eða SMS sem inniheldur hlekki.
Ef þú áttir ekki von á skilaboðum frá viðkomandi aðila skaltu fara sérstaklega varlega. Ertu alveg viss um að skilaboðin séu ekki svikaboð.

Einnig eru upplýsingar á 112.is origgi a netinu

DEILA