Friðarganga á Ísafirðir á Þorláksmessu

Friðarganga verður gengin á Ísafirði á Þorláksmessu.

Gangan er samstarfsverkefni friðarhreyfinga á Íslandi og er táknræn aðgerð sem er hugsuð til að senda skilaboð til ráðamanna með óskum um að þeir leggi sitt af mörkum til að stuðla að friðvænlegri heimi til framtíðar.
Ísfirðingar og nærsveitungar hafa tekið þátt í göngunni í yfir tuttugu ár.

Dagskráin í ár verður með hefðbundum hætti, safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:50.

Gangan fer svo af stað kl.18:00 og gengur að Silfurtorgi þar sem verður stutt dagskrá.

DEILA