Framsókn: leiðandi í samvinnu

Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi B lista.

Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ segir að Framsókn telji samvinnu bestu leiðina til að ná fram góðum árangri sveitarfélaginu og íbúum til heilla.  Það er ekki síst vegna góðs samstarfs innan bæjarstjórnarinnar sem þessi árangur hafi náðst.  Hann segir að athugasemdir frá Framsókn hafa verið teknar gildar sem hafi leitt til betri afkomu sveitarsjóðs. „Bæjarfulltrúar Framsóknar sem sitja í minnihluta hafa viljað vera leiðandi í samvinnu og viljað skapa vinnufrið sveitarfélaginu og samfélaginu til heilla.  Má álykta að það sé breytt pólitík minni og meirihluta í Ísafjarðarbæ.“

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins lögðu til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að sveitarfélagið gengi fram með góðu fordæmi og að samningur bæjarstjóra verði ekki tengdur launavísitölu heldur fylgi samskonar hækkununum og starfsmenn sveitarfélaga fá skv kjarasamningum.  

Væri það gott fyrsta innlegg Ísafjarðarbæjar inn í vinnu við kjarasamninga og myndi senda jákvæða strauma inn í kjarasamningaviðræður.  

DEILA