Atlantshafslaxinn: Skáldskapur á Bylgjunni og visir.is

Fréttin á visir.is á laugardaginn.

Á laugardaginn var flutt stórfrétt í hádegisfréttum Bylgjunnar og síðan á vefnum visir.is þar sem fullyrt var að íslenski Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu.

Fyrir þessu var borin nýr válisti frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum, IUCN (International Union for Conservation of Nature). þessi samtök hafa starfað um langt skeið og að því standa fjölmargir aðilar, svo sem ríki og félagasamtök og þau njóta fjárhagslegs stuðnings margar stórfyrirtækja. Í frétt á vef samtakanna í síðustu viku er að finna nánari fréttir af þessu.

Í stuttu máli er Atlantshafslaxinn ekki flokkaður í stórfelldri útrýmingarhættu, né flokkaður í útrýmingarhættu yfirhöfuð og ekkert er að finna um sérstakt mat á íslenska laxinum. Atlantshafslaxinn er ekki heldur flokkaður í viðkvæmri stöðu. Heldur er hann flokkaður sem nálægt því að vera ógnað. Það er stofninum er ekki í ógnað heldur nálægt því. Fréttin er algerlega úr lausu lofti gripin og styðst ekki við upplýsingar frá þessum samtökum.

Sjö flokkar og laxinn í næst besta flokknum

Unnið er eftir ákveðnu flokkunarkerfi til að meta ástand tegunda og eru tegundir , sem á annað borð eru til upplýsingar um og hafa verið metnar, flokkaðar í einn af sjö flokkum. Atlantshafslaxinn var settur í besta flokkinn, sem heitir least concern, sem mætti kannski þýða sem varla áhyggjuefni. Í nýja matinu færist Atlantshafslaxinn í næsta flokk fyrir ofan, near threatened, nærri því ógnað. Það er breyting heldur til þess verra en engu að síður betri staða en í fimm öðrum flokkum, sem eru: viðkvæm staða, í hættu, í verulegri hættu, útdauð í náttúrunni og alútdauð.

Á myndinni að neðan má sjá flokkunarkerfið og hvar Atlantshafslaxinn er settur. Ekki er að finna í þessum gögnum neitt sérstakt mat á íslensku laxastofnunum heldur nær matið til alls Norður Atlantshafsins.

Flokkurinn stórfelld útrýmingarhætta, sem notað er í frétt Bylgjunnar og visir.is heitir critically endangered og eins og sjá má er fjarri því að laxinn flokkist þar.

Flokkunarkerfið er betur sýnt myndrænt á þessari mynd:

Tveir efstu flokkarnir sýna tegundir sem hefur verið útrýmt og svo koma þrír flokkar sem sýna tegundir í hættu. Atlantshafslaxinn er ekki í settur í neinn þeirra heldur er áfram í öðrum af tveimur neðstu flokkunum og er utan hættu á útrýmingu.

minnkandi stofn

Það sem veldur því að Atlantshafslaxinn færist til um flokk, en þó utan hættu flokka, er að stofninn hefur dregist saman um 23% frá 2006 til 2020 samkvæmt nýjustu gögnum. Á flokkunarkerfinu er það að skilja að verði samdráttur 30% eða meiri á 10 ára tímabili eða yfir þrjár kynslóðir laxa færist stofninn yfir í flokkinn viðkvæmur, sem er einn af hættuflokkunum. Þetta virðist vera skýringin á því að laxinn er ekki lengur í neðsta flokknum least concern. En breytingin er ekki það mikil að laxinn sé talinn í hættu.

Síðan er nefnt að útbreiðslusvæðið hafi minnkað og að laxinn finnist í færri ám við Norður Atlantshafið en var fyrir einni öld. Raktar eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Fyrst eru nefndar loftslagsbreytingar, stíflur og hindranir í ám fyrir laxinn og mengun einkum frá landbúnaði sem allar valdi meiri afföllum á seiðastigi. Þá sé Kyrrahafslaxinn vaxandi ógn. Loks eru nefndar tvær kunnuglegar ástæður, blöndun við eldislax og laxalús. Um blöndunina segir að hún geti dregið úr hæfni stofnsins til að aðlagast loftlagsbreytingum. Laxalúsin sé áhyggjuefni vegna aukinnar affalla á villtum laxi.

ósannindi

Niðurstaðan er því sú að staða Atlantshafslaxins er áfram utan við hættu eða viðkvæmrar stöðu en að stofninn hafi minnkað. Sjókvíaeldi er ein af tilgreindum skýringum en alls ekki í forgrunni sem áhrifavaldur.

Ekkert hefur fundist á vef UICN sem styður fréttina á Bylgjunni og á visir.is. Fréttamaðurinn og fréttastofan hafa verið beðnar um upplýsingar til staðfestingar á fréttinni en engin svör hafa borist.

Það liggur fyrir ótvírætt að Atlantshafslaxinn er ekki í „stórfelldri útrýmingarhættu“. Það eru ósannindi. Íslenski laxastofninn er ekki metinn sérstaklega heldur er metinn sem hluti af Atlantshafslaxinum. Hann er því ekki heldur „í stórfelldri útrýmingarhættu.“

-k

úr fréttinni á visir.is

DEILA