Alþingi: 10 m.kr. til Vatneyrarbúðar á Patreksfirði

Aðalstræti 1 Patreksfirði, Vatneyrarbúð var reist 1916 og er ytra borð hússins friðlýst.

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að Matvælaráðuneytið fái á næsta ári 10 m.kr. hækkun á rekstrartilfærslufé.

Í skýringum með tillögunni segir að lagt sé til að Vesturbyggð fái 10 m.kr. tímabundið framlag til uppbyggingar Vatneyrarbúðar að Aðalstræti 1, Patreksfirði. Fram kemur að unnið er að stofnun þekkingarseturs í húsnæðinu sem m.a. á að hýsa rannsóknar- og þróunarsetur fiskeldis og skapa vettvang í nærumhverfi fiskeldis fyrir einstaklinga og stofnanir sem vinna að rannsóknum og eftirliti í fiskeldi og tengdum greinum.

DEILA