Samgöngur á Vestfjörðum: 1.362 milljónir króna í rekstur á ári

Frá Dynjandisheiði.

Kostnaður Vegagerðar ríkisins af rekstri vega og jarðganga á Vestfjörðum var að meðaltali 750 m.kr. á ári síðustu sex ár. Til viðbótar kemur svo kostnaður af rekstri Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem verður samkvæmt nýgerðum samningi 612 m.kr. á ári. Samanlagt er rekstrarkostnaðurinn 1.362 m.kr. á ári. Þar af er kostnaðurinn við Baldur 45%. Gert er ráð fyrir 305 ferðum milli Stykkishólms og Brjánslækjar og 114 í Flatey árlega.

Athuga ber að tölur fyrir 2023 eiga eftir að hækka þar sem árið er ekki liðið.

Upplýsingar um kostnað eru fengnar frá Vegagerðinni.

Rekstrarkostnaður við jarðgöng m.kr.
Ár201820192020202120222023
Rekstur504848717867
Rekstrarkostnaður við vegi m.kr.
Ár201820192020202120222023
Rekstur634565823637860620
DEILA