Patreksfjörður: minningarstund um fórnarlönb umferðarslysa

Á sunnudaginn var haldin á Patreksfirði minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa. Athöfnin fór fram í Patreksfjarðarkirkju og val vel sótt.

Alls stóðu sjö aðilar að minningarstundinni Björgunarsveitin Blakkur, Slysavarnardeildin Unnur, Lögreglan á Vestfjörðum, Slökkvilið Vesturbyggðar, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Sjúkraflutningar HVEST og Rauði krossinn í Barðastrandarsýslu.

Viðbragðsaðilar komu saman ásamt íbúum. Að lokinni athöfn buðu viðbragðsaðilar upp á kaffi og meðlæti.

Við Patreksfjarðarkirkju að lokinni athöfn.

Myndir: Kristín Pálsdóttir.

DEILA