Muggur saga af strák

Kómedíuleikhúsið hefur endurútgefið hina vinsælu barnabók, Muggur saga af strák. Bókin kom fyrst út árið 2017 og hefur verið ófánleg í mörg ár enda löngu uppseld. Muggur saga af strák er söguleg saga um listamanninn Guðmund Thorsteinsson sem kallaður var Muggur. Höfundar bókarinnar eru listahjónin Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal og Marsibil G. Kristjánsdóttir frá Þingeyri. Muggur saga af strák fæst hjá Kómedíuleikhúsinu og í bókaverslunum um land allt.

Muggur saga af strák er söguleg saga um æsku listamannsins á Bíldudal. Þar ólst hann upp einsog blóm í eggi eða kannski frekar einsog í konungsríki. Það var nefnilega þannig að faðir Muggs hann Pétur átti þorpið Bíldudal á þessum tíma og því var hann oft kallaður konungur. Sonur hans glókollurinn Muggur var því stundum kallaður prins. Sagan gjörist fyrir langa löngu svo löngu að það voru engir símar og engar tölvur. Hvað gerðu krakkar þá? Af því kemstu með því að lesa bókina, Muggur saga af strák.

Hægt er að panta bókina beint hjá Kómedíuleikhúsinu í síma 891 7025.

DEILA