MEÐALALDUR FRAMBJÓÐENDA Í SVEITARSTJÓRNARKOSNINGUNUM Í FYRRA VAR 45,5 ár

Meðalaldur frambjóðenda á kjördag í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022 var 45,5 ár.

Meðalaldur karla var 47 ár og nokkuð lægri hjá konum eða 44 ár.

Af stjórnmálasamtökum var meðalaldur frambjóðenda í 1. – 3. sæti hæstur hjá Flokki fólksins (53,8 ár) og Samfylkingunni (48,9 ár) en lægstur hjá Framsóknarflokknum (41,9 ár).

Rúmlega sex af hverjum tíu frambjóðendum í heild voru á aldrinum 30–59 ára.

Yngstu frambjóðendurnir voru 18 ára en sá elsti 93 ár

DEILA