Klifur er skemmtileg íþrótt

Klifur er skemmtileg íþrótt og nú standa yfir klifurnámskeið fyrir börn í 3. og 4. bekk Grunnskólans á Ísafirði.

Á námskeiðinu kynnast börnin klifrinu og hafa komist að því að það er mjög skemmtilegt og góð hreyfing.

Orkuboltar fá mikla útrás og það reynir á nýja og óvænta þætti, líkamlega sem andlega.

Námskeiðin fara fram í gamla skátaheimilinu að Mjallargötu 4, þar sem Klifurfélag Vestfjarða er að byggja upp aðstöðu. Námskeiðin eru samstarfsverkefni klifurfélagsins og HSV.

Stefnt er á að halda fleiri námskeið því áhuginn er mikill. Nokkur dæmi eru um að börn sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnum hópíþróttum, sýni mikinn áhuga á klifrinu.

Og svo má nefna það að inniklifur er Ólympíuíþrótt.

DEILA