Ísafjarðarbær: 372 m.kr. afgangur af rekstri á næsta ári

Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ágúst Atlason.

Í fjárhagsáætlun fyrir Ísafjarðarbæ, sem hefur verið lögð fram, eru tekjur bæjarsjóðs og stofnana hans áætlaðar 7.710 milljónir króna og útgjöld 6.600 m.kr. Að teknu tilliti til vaxatakostnaðar, sem er áætlaður 561 m.kr. á næsta ári, og afskrifta er rekstrarniðurstaðan áætluð verða jákvæð um 372m.kr. Fyrir bæjarsjóð einan er niðurstaðan jákvæð um 105 m.kr.

Stærsti tekjuliðurinn eru útsvör og fasteignaskattar 3.505 m.kr. Framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er áætlað 2.074 m.kr. og hækkar verulega milli ára. Það er áætlað á þessu ári 1.200 m.kr. Breytingin er vegna málefna fatlaðra. Aðrar tekjur eru 2.131 m.kr. og lækka um milljarð króna milli ára.

Langstærsti útgjaldaliðurinn eru laun og tengd gjöld 3.774 m.kr. og hækka um 244 m.kr. milli ára miðað við útkomuspá fyrir árið.

Hafnarsjóður er sem fyrr rekinn með miklum afgangi. Samkvæmt spánni fyrir næsta ár er afgangur af rekstri hafnarinnar 183 m.kr. Fasteignir Ísafjarðarbæjar verða með afgangi upp á 48,4 m.kr. og Fráveitan einnig með afgang 47,5 m.kr.

DEILA