Flateyri: tilboð opnuð í hreinsistöð

Föstudagin 17. nóv. sl., 2023 voru opnuð tilboð í verkið „Lagnir og uppsetning hreinstöðvar“
Verkið felur í sér að að grafa niður á núverandi skolplögn frá Hafnarbakka, grafa og leggja 315 mm skolplögn niður að hreinsistöð, tengja dælubrunn, loka og hreinsistöð við skolpkerfið, leggja framhjáhlaup fram hjá hreinsistöðinni og tengja fráveitulögnina inn á útrásarlögn á Oddanum.

Fjögur tilboð bárust og er niðurstaða eftirfarandi:
                                         T

  Búaðstoð ehf bauð lægst 17,5 m.kr. en það var metið ógilt.

Vélaþjónusta Vestfjarða ehf bauð 23,5 m.kr., Græjar og gert ehf 27,5 m.kr. og Gröfuþjónusta Bjarna ehf bauð 40,5 m.kr.

Kostnaðaráætlun var 29,9 m.kr.                                                                      

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í morgun að taka tilboð Vélaþjónustu Veestfjarða ehf , þar sem tilboð Búaðstoðar ehf hafi verið ógilt þar sem vantaði inn í tilboðsliði.

DEILA