KONUR Í FYRSTA SINN FLEIRI EN KARLAR Á MEÐAL KJÖRINNA FULLTRÚA Í SVEITARSTJÓRNUM

Kjörnir voru alls 470 aðalmenn í sveitarstjórnir í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022. Þar af 233 karlar, sem svarar til 49,6% sveitarstjórnarmanna, og 237 konur eða 50,4%.

Er þetta í fyrsta sinn sem konur eru fleiri en karlar á meðal kjörinna fulltrúa. Hlutfall kvenna hefur smám saman farið hækkandi með hverjum kosningum en það var rúm 47% árið 2018 en 28% rúmum aldarfjórðungi fyrr, árið 1998.

Með hliðsjón af stærð sveitarfélaga var hlutur kjörinna kvenna hlutfallslega meiri í stærri sveitarfélögunum en þeim minni.

DEILA