Glókollur sást aftur á Ísafirði

Glókollur (Regulus regulus). Mynd: Annska Ólafsdóttir, 2023.

Náttúrustofu Vestfjarða barst sú frétt að glókollur (Regulus regulus) hafi sést í nágrenni Jónsgarðar á Ísafirði þann 20. september.

Áður hafði sami einstaklingur séð glókoll þann 22. mars síðastliðinn. Þessi örsmái spörfugl er ekki algengur á Vestfjörðum en hefur fundist í litlum fjölda í öðrum landshlutum frá því að varp hans var staðfest á 90 áratugnum.

Glókollar kjósa barrskóg eða blandaðan skóg en finnast einnig í görðum með stórum barrtrjám. Aðal fæðan er skordýr á barri eða greinum. Á vetrum éta glókollar einnig fræ og skordýr á jörðu niðri.

Í báðum tilfellum sáust fuglarnir eftir áflug á rúðu. Fuglinn flaug burt eftir að hafa jafnað sig dálítinn tíma.

Hægt er að gera ráðstafanir til að draga úr áflugi fugla á rúður en það dregur þá oft til dauða þrátt fyrir að fuglarnir virðist hafa jafnað sig til að byrja með.

Við viljum hvetja fólk til að kynna sér hvernig gera megi rúður sýnilegri til að draga úr hættu á áflugi okkar fiðruðu nágranna og jafnframt hvað best sé að gera fljúgi fugl á rúðu. Slíkar ráðleggingar má finna á síðum um fuglavernd.

DEILA