Gamli Baldur fer í sína síðustu ferð á morgun

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Núverandi Baldur fer í sína síðustu ferð á morgun föstudaginn 13. október á milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

Farþegabáturinn Særún mun sigla í Flatey þar til nýr Baldur kemur til heimahafnar síðari hluta október. Unnið er að því í slipp í Hafnarfirði að gera nýja Baldur eða Röstina klára til siglinga á Breiðafirði.

Farþegabátur Sæferða, Særún, mun sigla í Flatey þar til nýi Baldur kemur til heimahafnar þegar lokið verður þeirri vinnu sem fram fer hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði.

Vonast er til þess að sem stystur tími líði þar til nýja ferjan hefur siglingar á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey en reikna má með að slippvinnu ljúki síðari hluta október.

Særún mun sigla í Flatey sem hér segir:

  • Sunnudaginn 15.10
  • Þriðjudaginn 17.10
  • Föstudaginn 20.10

Allar ferðir eru frá Stykkishólmi kl. 14:00 og frá Flatey kl. 16:00.

DEILA