Suðureyri: vilja byggja hús fyrir bátasmiðju

Hugmynd að útliti hússins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjón að útgerðarfélagið Vonin ehf fái úthlutað lóðunum Stefnisgata 8 og Stefnisgata 10 undir atvinnustarfsemi við bátaviðgerðir. Umsækjandi sækir jafnframt um að sameina lóðirnar tvær.

Áformað er að byggja 300 fermetra hús á lóðunum og starfsemin í húsinu verður trefjaplastverksmiðja, bátasmiðja. Umsækjandi segir að nú þegar sé fyrirtækið með húsnæði á leigu og það helst til lítið. Starfsemin undanfarin ár hefur bara verið sú að gera við báta sem hafa þurft á trefjaplastviðgerðum að halda eða annarri líkri vinnu.

DEILA