Lengjudeildin: síðasti heimaleikurinn í dag

Næsti leikur Vestra verður í dag kl 14 þegar Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn. Fyrir leikinn stendur Vestri í 4. sæti með 33 stig og hefur þar með tryggt sæti sitt í umspili um sæti í deild þeirra bestu. Leikurinn skiptir þó máli þar sem endanleg staða liðsins í deildinni hefur áhrif á hvaða mótherja liðið fær í umspilinu. Þróttur stendur í 8. sæti með 23 stig og berst fyrir sæti sínu í Lengjudeildinni.

Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og eru allir hvattir til að fjölmenna á völlinn, mæta og styðja okkar menn til sigurs!

Þetta verður þó ekki síðasti heimaleikurinn í sumar þar sem Vestri mun leika einn leik á Olísvellinum í umspilinu.

DEILA