Gosi: nýtt lag og tónlistarmyndband

Í dag gaf Gosi út lagið Ekki spurning en það er annað lagið af annari breiðskífu Gosa: Á floti. Tónlistarmaðurinn Andri Pétur Þrastarson er leiðandi persóna í hljómsveitinni Gosa, en hann sér um laga- og textasmíðar auk gítar- og hljóðgervlaleiks, sem og söng. Í fréttatilkynningu sem send var út þegar breiðslífan kom út segir einmitt að Gosi sé stundum fleiri, en aldrei færri en Andri Pétur. 

Í fréttatilkynningu i gær segir að lagið Ekki spurning byggi á hálfsögðum sannleik og eilífri naflaskoðun listamannsins. Þar mætast þáþrá og framtíðardraumar refsins sem flutti úr sínu villta nátturulega umhverfi yfir í iðandi smábæjarhöfn. 

Hljóðræn vegferð um sjálfsuppgötvun, aðlögun og hina alhliða mannlegu reynslu af því að glíma við breytingar. Eitt verður annað hvað eftir annað. En þessi refur hefur vaðið fyrir neðan sig. 

Hljóðblöndun var í höndum Valgeirs Skorra og Árni Hjörvar sá um masteringu. 

Hljómsveitin Gosi hrærir saman seiðandi laglínum og  ljóðrænum textum í brakandi braðgott og meinhollt skrýtipopp. Tónlist Gosa felur í sér anda Ísafjarðar – smábæjar þar sem hefð mætir nýsköpun. Tónlist Gosa er ekki bara til að heyrast; hún hreyfir bæði varir og mjaðmir í samfelldum takti.

Samhliða útgáfu Ekki spurning kemur einnig út tónlistarmyndband, sem er eins heimilislegt og það verður ef nágrannar þínir eru knúnir áfram af gervigreind. 

Leikstjóri: Andri Pétur Þrastarson

Listrænt aðhald: Marta Sif Ólafsdóttir

Aukaleikari: Loki Laufeyjarson

Kærar þakkir til Fjölnis Baldurssonar og Robbert Storm fyrir leyfi á myndefni og Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir lán á ljósum. 

Hér má hlusta á spotify: https://open.spotify.com/track/7phfjtFloSyyz9y2Gz2StZ  

og horfa á myndandið á youtube: https://youtu.be/hP81sQ7Zm-s  

facebook: https://www.facebook.com/gosimusic

https://www.instagram.com/gosimusic/

DEILA