Ísafjörður – Sjónskekkja í Dokkunni í kvöld

Stefán Ingvar er með lausa augasteina. Það hefur haft allskonar áhrif á hann; hann getur ekki orðið flugmaður, mátt aldrei æfa fótbolta eða vera í skátunum og svo sér hann allt skakkt, eða vitlaust.
Sjónskekkja er glænýtt uppistand, klukkustund af svartsýnasta gríni sem þú heyrir í ár. Sæta- og sýningafjöldi er afar takmarkaður þannig að hafðu hraðar hendur við að bóka miða. Í guðana bænum, ekki missa af þessu eins og bjáni. Sýningin er frumsýnd á Dokkunni áður en hún fer suður í nokkra mánuði.

Helmingur miðasölu rennur til Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði.

Stefán Ingvar er meðlimur í uppistandshópnum VHS, sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár með sýningum VHS krefst virðingar og VHS velur vellíðan. Þetta er önnur einkasýning hans en sú fyrsta, Fullkomið ójafnvægi, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó um nokkura mánuða skeið.

DEILA