HRAÐÍSLENSKA Á DOKKUNNI

Við hjá GEFUM ÍSLENSKU SÉNS -íslenskuvænt samfélag viljum vekja athygli fólks á Hraðíslensku sem á sér stað á Dokkunni í kvöld, 16. ágúst, klukkan 19:00. Þar að auki verður aftur Hraðíslenska á Dokkunni 30. ágúst og þá einnig klukkan 19:00.

Hraðíslenskan lýtur sömu formerkjum og hið svokallaða „speed dateing“  nema hvað hún er hugsuð til að æfa íslensku ekki til að ná sér í framtíðarmaka. Móðurmálshafar, eða þeir sem hafa málið á valdi sínu, sitja við borð og málnemar flakka á milli borða og spjalla í ákveðin mínútufjölda út frá hvar fólk er á vegi statt. Auk þess er þetta ekki síður góð æfing fyrir móðurmálshafa að æfa sig í því að tala íslensku sem hæfir fólki sem lærir málið, að laga málsnið sitt að þörfum þeirra. Í kvöld er s.s. um byrjendur að ræða en 30. ágúst um lengra komna.

Hafi fólk áhuga á að vera með má endilega senda línu á  islenska@uw.is eða hringja í síma 8920799.

Með vinsemd, virðingu og íslenskuvænum kveðjum,

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

DEILA