Frístundabyggð í Dagverðardal

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að heimila auglýsingu á vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæði Í9 í Dagverðardal, þar sem íbúðabyggð er breytt í frístundabyggð.

Það er fyrirtækið Fjallaból ehf í eigu Friðfinns Hjartar Hinrikssonar, sem hyggst reisa allt af 45 frístundahús á reit I9. Þar var gert ráð fyrir íbúðabyggð en vegna lengu lands og snjóþyngsla var lítil eftirspurn.

Verkinu verður áfangaskipt og skv. framkvæmdaáætlun verða 15 hús reist í fyrsta áfanga og vonir standa til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Markmið breytingarinnar er að auka framboð á gistimöguleikum á svæðinu.

Til þess að fá blandaðan hóp ferðamanna/leigjenda og eigenda af húsum frístundabyggðarinnar verða stærðir húsa fjölbreyttar. Stefnt er að því að stór hluti húsanna verði til almennrar útleigu, einhver hluti verði leigður út til stéttarfélaga í langtímaleigu og hluti í einkaeigu.

DEILA